Fljúgum hærra Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 31. mars 2020 18:00 Ferðaþjónustan á norður og austurlandi hefur lengi glímt við þann vanda að ferðamenn koma ekki þangað í eins ríkum mæli og á suðvesturhorn landsins. Má leiða það því líkum að það hafi töluvert að gera með þá staðreynd að lang stærsti komustaður ferðamanna til landsins er í Keflavík. Hafa ferðaþjónustuaðilar ásamt landshlutasamtökum og sveitarfélögum barist hetjulega fyrir því í langan tíma að koma á reglubundnu millilandaflugi á Akureyri. En ýmislegt hefur verið í veginum fyrir því að það gengi fullkomlega upp. Má þar nefna að bæta þurfti aðflugsbúnað til að hægt væri að tryggja lendingaröryggi með sem bestum hætti, flughlað flugvallarins var of lítið og síðast en ekki síst þá þurfti að stækka flugstöðina. Hafa stuðningsmenn flugs á Akureyri haft djúpa og einlæga sannfæringu fyrir því að ef þetta allt gengi upp væru allir vegir færir til þess að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Allt í holu Nú má segja að allt það sem nefnt er hér að ofan sé að verða komið í höfn. ILS aðflugsbúnaðurinn var gangsettur á síðasta ári og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er búinn að tilkynna að ráðist verði í uppbyggingu á flughlaði og flugstöð hið fyrsta. Er það partur af fjárfestingaáætlun ríkisttjórnarinnar til að bregðast við Covid 19 faraldrinum. Því má segja að nú sé okkur ekkert að vanbúnaði að blása í lúðra og undirbúa með stæl enn frekari uppbyggingu farþegaflugs til Akureyrar. Þessi mikilvægu skref eru til þess fallin að efla stoðir atvinnulífsins á Norðurlandi og er það vel. Samtakamáttur og samvinna geta skilað miklu. Það sést glögglega á þessu verkefni, margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum árum til að skila þessu verkefni í höfn. Fleiri verkefni sem þetta bíða eftir því að stjórnvöld byggi upp og efli landsbyggðina, göngum saman fram með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Áfram veginn! Þórarinn Ingi Pétursson Þingmaður Framsóknar í NA-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ingi Pétursson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á norður og austurlandi hefur lengi glímt við þann vanda að ferðamenn koma ekki þangað í eins ríkum mæli og á suðvesturhorn landsins. Má leiða það því líkum að það hafi töluvert að gera með þá staðreynd að lang stærsti komustaður ferðamanna til landsins er í Keflavík. Hafa ferðaþjónustuaðilar ásamt landshlutasamtökum og sveitarfélögum barist hetjulega fyrir því í langan tíma að koma á reglubundnu millilandaflugi á Akureyri. En ýmislegt hefur verið í veginum fyrir því að það gengi fullkomlega upp. Má þar nefna að bæta þurfti aðflugsbúnað til að hægt væri að tryggja lendingaröryggi með sem bestum hætti, flughlað flugvallarins var of lítið og síðast en ekki síst þá þurfti að stækka flugstöðina. Hafa stuðningsmenn flugs á Akureyri haft djúpa og einlæga sannfæringu fyrir því að ef þetta allt gengi upp væru allir vegir færir til þess að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Allt í holu Nú má segja að allt það sem nefnt er hér að ofan sé að verða komið í höfn. ILS aðflugsbúnaðurinn var gangsettur á síðasta ári og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er búinn að tilkynna að ráðist verði í uppbyggingu á flughlaði og flugstöð hið fyrsta. Er það partur af fjárfestingaáætlun ríkisttjórnarinnar til að bregðast við Covid 19 faraldrinum. Því má segja að nú sé okkur ekkert að vanbúnaði að blása í lúðra og undirbúa með stæl enn frekari uppbyggingu farþegaflugs til Akureyrar. Þessi mikilvægu skref eru til þess fallin að efla stoðir atvinnulífsins á Norðurlandi og er það vel. Samtakamáttur og samvinna geta skilað miklu. Það sést glögglega á þessu verkefni, margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum árum til að skila þessu verkefni í höfn. Fleiri verkefni sem þetta bíða eftir því að stjórnvöld byggi upp og efli landsbyggðina, göngum saman fram með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Áfram veginn! Þórarinn Ingi Pétursson Þingmaður Framsóknar í NA-kjördæmi
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar