Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:31 Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því kórónuveirusmit greindist um borð. Getty/Smith Collection Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37