Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Bárður Örn Gunnarsson skrifar 21. apríl 2020 16:00 Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun