Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 12:07 Talsmaður Zoom segir starfsmenn fyrirtækisins miður sín vegna áreitisins. Vísir/Getty Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim. Bandaríkin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim.
Bandaríkin Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira