Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Stærsta verkið er breikkun Suðurlandsvegar í Reykjavík á kaflanum milli Vesturlandsvegar og Rauðavatns. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember. Vísir/KMU. Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57