Heilbrigðisstarfsfólk fær milljarð í umbun á meðan lögreglumenn bíða eftir nýjum kjarasamningi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:45 Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi. Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi.
Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15
Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent