Ferðaþjónustan er aflvél framtíðar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. apríl 2020 16:00 Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun