Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 20:56 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, í miðið. Myndina birti Landsstjórn Grænlands í dag með fréttatilkynningu um fjárstuðning Bandaríkjastjórnar en hún var tekin síðastliðið haust í Nuuk í heimsókn bandaríska sendiherrans til Grænlands. Mynd/Naalakkersuisut. Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2: Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2:
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05