Undirstaða hinna dreifðu byggða Magnús Skúlason skrifar 24. apríl 2020 10:00 Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun