Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan/Júlíus Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10
Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17