Bleikt eða blátt? Ingveldur L. Gröndal skrifar 25. apríl 2020 21:51 Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun