Er áburður orðinn áhyggjuefni? Jens Garðar Helgason skrifar 26. apríl 2020 09:00 Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Byggðamál Jens Garðar Helgason Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun