Ekið á 12 ára dreng Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 05:52 Drengurinn var fluttur á spítala eftir slysið en hann er talinn fótbrotinn. Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð. Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð.
Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira