Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:51 Fáir Íslendingar og enn færri ferðamenn sóttu miðborg Reykjavíkur heim á föstudagskvöld. vísir/vilhelm Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan. Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan.
Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira