Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:30 Arnór Guðjohnsen kyssir son sinn Eið Smára Guðjohnsen um leið og hann fer útaf fyrir hann. Skjámynd/Youtube Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann