„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur lék með íslenska landsliðinu í 21 ár. vísir/andri marinó „Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
„Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38