„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur lék með íslenska landsliðinu í 21 ár. vísir/andri marinó „Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
„Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38