Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:12 Hótel Saga við Hagatorg í Vesturbænum í Reykjavík. Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira