Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10