Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:30 Anna María Sveinsdóttir með bikarana á síðum Morgunblaðsins 3.apríl eftir sigur Keflavíkur á Íslandsmóti kvenna kvöldið áður. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira