Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2020 10:57 Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira