Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 14:15 Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Vísir/Friðrik Þór Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér. Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér.
Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent