Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:15 Lori Balton hefur það að atvinnu að finna tökustaðir fyrir stórmyndir. Hún hefur margoft komið til Íslands og hefur sannfært kvikmyndagerðarmenn að taka upp verkin sín hér á landi. Getty/ Robin L Marshall Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira