Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. maí 2020 10:00 Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. Ég hef hvergi annars staðar séð það gerast, að ríkisvaldið stuðlaði að fjöldauppsögnum, hvetti nánast til þeirra, með því, að bjóða fram verulega fjármuni, sem fyrirtæki í ákveðinni stöðu gætu fengið til launagreiðslna starfsmanna sinna, bara ef þau segðu þeim upp. Ekki verður annað séð, en að ríkið taki á þennan hátt á sig heildar launagreiðslu til launþega, allt upp í 633.000 krónur á mannn á mánuði, að meðaltali í 3 mánuði, með því skilyrði, að ráðningarsamningi við viðkomandi starfsmenn hafi verið sagt upp og rift. Fyrir undirrituðum er þetta hin furðulegasta ráðstöfun, en alls staðar annars staðar hefur mikill hluti af viðleitni stjórnvalda til að verja fyrirtæki, störf og laun, gengið út á það andstæða; að fyrirtækin fengju stuðning og styrki til að halda mönnum í vinnu, virða og fara eftir gildandi ráðningarsamningum; segja þeim alls ekki upp. Það á víst að vera skilyrði ríkisvaldsins fyrir styrk við uppsagnir, að styrkþegi ráði sama fólkið aftur. En ný ráðning er nýr og óþekktur dagur. Er einhver trygging fyrir því, að starfsmenn haldi áunnum réttindum og fullum fyrri launum og fríðindum!? Hver ætti að tryggja slíkt? Hver getur fylgzt með einstökum ráðningarmálum og séð til þess, að réttindi og kjör launþega verði ekki rýrð við nýja samningsgerð? Hver getur tryggt, að ekki verði annar maður ráðinn, í stað þessa gamla, sem sættir sig mögulega við lægri laun eða skert kjör? Í kvöldfréttum sjónvarps sl. þriðjudag var viðtal við forseta ASÍ, og það var ekki annað á henni að heyra, en að hún legði blessun sína yfir þessa aðgerð; hún tjáði sig ánægða með, að samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna í þessu máli. Ef hún hefði verið í forsvari fyrir atvinnurekendur, hefði mátt skilja hana, en, þar sem hún er forseti ASÍ, verður að spyrja: Í hvaða afdal skyldi þessi ágæta kona vera stödd og forsætisráðherra með? Auðvitað hefði átt að verja þessum fjármunum, sem eru hluti af nýjum aðgerðapakka, þeim þriðja, upp á 40-60 milljarða, til þess að styrkja fyrirtæki, smá og stór, með fullnægjandi hætti, til að þau gætu viðhaldið og virt ráðningarsamninga, og alls ekki rift þeim eða sagt þeim upp. Í 3 mánuði, til að byrja með, en þess má vænta, að eftir það, verði hjól atvinnulífsins farin að snúast nokkuð aftur, þannig, að aðlagi mætti og lækka framhalds-stuðning ríkissins, sem auðvitað þyrfti að halda áfram, að því. Slík ráðstöfun hefði stuðlað að öryggi og velferð manna og tryggt vissu og stöðugleika. Launamenn hefðu vitað, hvar þeir stæðu, og hefðu fengið mest mögulegt skjól og öryggi á erfiðum tímum. Fyrir undirritðum er almenn afkoma ferðaþjónustu, víðsvegar um landið, enn óleyst, þó að eigendum margra þeirra hafi nú verið gert kleift - illu heilli, segi ég - að losa sig við starfsmenn sína, á einum til þremur mánuðum, án mikilla eigin fjárútláta. Skyldi þetta líka virka fyrir hin fjölmörgu fjölskyldufyrirtæki víða um landið? Ég sé það varla ganga upp. Þau virðast enn vera skilin eftir í eyðimörkinni. En, hvað tekur við, eftir uppsagnarfrest? Staða verður þá auðvitað galopin; um allt þarf þá að semja upp á nýtt, en slík samningsgerð er auðvitað full af óvissu, þó að atvinnuveitendur lofi, á núverandi stigi, öllu góðu og óbreyttu. Ég leyfi mér að fullyrða: Það verður ekkert samt og óbreytt eftir 3 mánuði. Aðgerðapakkarnir 3 eru nú komnir í um 344 milljarða. Ég hef gert það að tillögu minni, að boðaður ferðastyrkur á alla fullorðna landsmenn, sem átti að vera 5.000 krónur á mann, sem fyrir mér er meira grín en alvara - einn kvöldverður - verði hækkaður í 50.000 krónur, þannig, að íslenzkur almenningur gæti nú í sumar heimsótt og kynnt sér sitt land meira og betur, en áður hefur gerzt; fyllt gististaði, hótel og veitingastaða landsins lífi; íslenzku lífi. Auðvitað yrðu þeir að bæta verulegum fjármunum við. Ríki og sveitarfélög myndu njóta skatta og skyldna. Eftir slíka íslenzka ferðaöldu kynnu útlendingar að byrja að fylla í skarðið og tryggja framhald í vaxandi mæli með haustinu. Ef þessi leið væri farin, ferðaþjónustunni til halds og trausts, en um leið landsmönnum til skemmtunar og tilbreytingar, eftir álag og erfiðleika Kórónu, myndi þessi aðgerð fara úr 1,5 milljarði í 15 milljarða. Núverandi heildarpakki færi þá úr 344 milljörðum í 357,5 milljarða, sem í augum undirritaðs væri, í þessu samhengi, bita munur en ekki fjár. Góð fjárfesting. Ef björgun á að takast, þannig, að þjóðarskútan og allt, sem innbyrðis er, standi af sér storminn, þarf að fara í 15-20% af landsframleiðslu; 450-600 miljarða. Inn á þá stærðargráðu eru aðrar vestrænar þjóðir stilltar. Þjóðverjar eru reiðubúnir til að fara í 20% af landsframleiðslu, ef þörf krefur, því þeir vita, að hvað sem skynsamleg fyrirbygging og vörn kann að kosta, verður hún ódýrari en endurreisn, ef til hruns kemur. Einhverjir kunna nú að spyrja, hvort höfundur sé orðinn róttækur vinstri maður. Bévítans kommi!? Nei, er svarið, höfundur er enn frjálslyndur og framsækinn Evrópusinni, en hann hefur lært, að án öryggis og velfarnaðar starfsmanna, þrifst eða blómstrar ekkert fyrirtæki. „Leben und leben lassen“ segja Þjóðverjar: „Að lifa og láta lifa“. Á því hefur höfundur trú. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. Ég hef hvergi annars staðar séð það gerast, að ríkisvaldið stuðlaði að fjöldauppsögnum, hvetti nánast til þeirra, með því, að bjóða fram verulega fjármuni, sem fyrirtæki í ákveðinni stöðu gætu fengið til launagreiðslna starfsmanna sinna, bara ef þau segðu þeim upp. Ekki verður annað séð, en að ríkið taki á þennan hátt á sig heildar launagreiðslu til launþega, allt upp í 633.000 krónur á mannn á mánuði, að meðaltali í 3 mánuði, með því skilyrði, að ráðningarsamningi við viðkomandi starfsmenn hafi verið sagt upp og rift. Fyrir undirrituðum er þetta hin furðulegasta ráðstöfun, en alls staðar annars staðar hefur mikill hluti af viðleitni stjórnvalda til að verja fyrirtæki, störf og laun, gengið út á það andstæða; að fyrirtækin fengju stuðning og styrki til að halda mönnum í vinnu, virða og fara eftir gildandi ráðningarsamningum; segja þeim alls ekki upp. Það á víst að vera skilyrði ríkisvaldsins fyrir styrk við uppsagnir, að styrkþegi ráði sama fólkið aftur. En ný ráðning er nýr og óþekktur dagur. Er einhver trygging fyrir því, að starfsmenn haldi áunnum réttindum og fullum fyrri launum og fríðindum!? Hver ætti að tryggja slíkt? Hver getur fylgzt með einstökum ráðningarmálum og séð til þess, að réttindi og kjör launþega verði ekki rýrð við nýja samningsgerð? Hver getur tryggt, að ekki verði annar maður ráðinn, í stað þessa gamla, sem sættir sig mögulega við lægri laun eða skert kjör? Í kvöldfréttum sjónvarps sl. þriðjudag var viðtal við forseta ASÍ, og það var ekki annað á henni að heyra, en að hún legði blessun sína yfir þessa aðgerð; hún tjáði sig ánægða með, að samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna í þessu máli. Ef hún hefði verið í forsvari fyrir atvinnurekendur, hefði mátt skilja hana, en, þar sem hún er forseti ASÍ, verður að spyrja: Í hvaða afdal skyldi þessi ágæta kona vera stödd og forsætisráðherra með? Auðvitað hefði átt að verja þessum fjármunum, sem eru hluti af nýjum aðgerðapakka, þeim þriðja, upp á 40-60 milljarða, til þess að styrkja fyrirtæki, smá og stór, með fullnægjandi hætti, til að þau gætu viðhaldið og virt ráðningarsamninga, og alls ekki rift þeim eða sagt þeim upp. Í 3 mánuði, til að byrja með, en þess má vænta, að eftir það, verði hjól atvinnulífsins farin að snúast nokkuð aftur, þannig, að aðlagi mætti og lækka framhalds-stuðning ríkissins, sem auðvitað þyrfti að halda áfram, að því. Slík ráðstöfun hefði stuðlað að öryggi og velferð manna og tryggt vissu og stöðugleika. Launamenn hefðu vitað, hvar þeir stæðu, og hefðu fengið mest mögulegt skjól og öryggi á erfiðum tímum. Fyrir undirritðum er almenn afkoma ferðaþjónustu, víðsvegar um landið, enn óleyst, þó að eigendum margra þeirra hafi nú verið gert kleift - illu heilli, segi ég - að losa sig við starfsmenn sína, á einum til þremur mánuðum, án mikilla eigin fjárútláta. Skyldi þetta líka virka fyrir hin fjölmörgu fjölskyldufyrirtæki víða um landið? Ég sé það varla ganga upp. Þau virðast enn vera skilin eftir í eyðimörkinni. En, hvað tekur við, eftir uppsagnarfrest? Staða verður þá auðvitað galopin; um allt þarf þá að semja upp á nýtt, en slík samningsgerð er auðvitað full af óvissu, þó að atvinnuveitendur lofi, á núverandi stigi, öllu góðu og óbreyttu. Ég leyfi mér að fullyrða: Það verður ekkert samt og óbreytt eftir 3 mánuði. Aðgerðapakkarnir 3 eru nú komnir í um 344 milljarða. Ég hef gert það að tillögu minni, að boðaður ferðastyrkur á alla fullorðna landsmenn, sem átti að vera 5.000 krónur á mann, sem fyrir mér er meira grín en alvara - einn kvöldverður - verði hækkaður í 50.000 krónur, þannig, að íslenzkur almenningur gæti nú í sumar heimsótt og kynnt sér sitt land meira og betur, en áður hefur gerzt; fyllt gististaði, hótel og veitingastaða landsins lífi; íslenzku lífi. Auðvitað yrðu þeir að bæta verulegum fjármunum við. Ríki og sveitarfélög myndu njóta skatta og skyldna. Eftir slíka íslenzka ferðaöldu kynnu útlendingar að byrja að fylla í skarðið og tryggja framhald í vaxandi mæli með haustinu. Ef þessi leið væri farin, ferðaþjónustunni til halds og trausts, en um leið landsmönnum til skemmtunar og tilbreytingar, eftir álag og erfiðleika Kórónu, myndi þessi aðgerð fara úr 1,5 milljarði í 15 milljarða. Núverandi heildarpakki færi þá úr 344 milljörðum í 357,5 milljarða, sem í augum undirritaðs væri, í þessu samhengi, bita munur en ekki fjár. Góð fjárfesting. Ef björgun á að takast, þannig, að þjóðarskútan og allt, sem innbyrðis er, standi af sér storminn, þarf að fara í 15-20% af landsframleiðslu; 450-600 miljarða. Inn á þá stærðargráðu eru aðrar vestrænar þjóðir stilltar. Þjóðverjar eru reiðubúnir til að fara í 20% af landsframleiðslu, ef þörf krefur, því þeir vita, að hvað sem skynsamleg fyrirbygging og vörn kann að kosta, verður hún ódýrari en endurreisn, ef til hruns kemur. Einhverjir kunna nú að spyrja, hvort höfundur sé orðinn róttækur vinstri maður. Bévítans kommi!? Nei, er svarið, höfundur er enn frjálslyndur og framsækinn Evrópusinni, en hann hefur lært, að án öryggis og velfarnaðar starfsmanna, þrifst eða blómstrar ekkert fyrirtæki. „Leben und leben lassen“ segja Þjóðverjar: „Að lifa og láta lifa“. Á því hefur höfundur trú. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar