Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast Anra Rut Arnarsdottir skrifar 1. maí 2020 12:00 Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun