Fótbolti

Áfram stefnan á að klára ensku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir Liverpool sem er á toppi deildarinnar.
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir Liverpool sem er á toppi deildarinnar. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest var að stefnan sé að klára yfirstandandi leiktíð en það muni þó bíða þangað til allt er öruggt.

Öll félög deildarinnar funduðu saman í morgun og útkoman var sú að vilji var til þess að klára deildina en 8. júní hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur „endurkomudagur“ enska boltans.

Sett var spurningarmerki við hvort að enska deildin myndi klárast eftir að bæði Holland og Frakkland blésu sínar deildir af en það hefur ekki breytt stöðunni á Englandi. Þetta muni þó allt ráðast á fyrirmælum stjórnvalda.

Félögin stefna á að funda aftur eftir viku til þess að ræða enn frekar hvernig sé hægt að klára deildina og ræða allar mögulegar sviðsmyndir. Heilsa leikmanna, þjálfara og allra þeirra sem koma að leiknum verður þó sett í fyrsta sæti segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×