Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:50 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Icelandair líkt og annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira