Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:50 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Icelandair líkt og annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira