Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook? Þórir Guðmundsson skrifar 3. maí 2020 08:00 Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Þórir Guðmundsson Facebook Google Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun