„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:35 Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent