Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 11:00 Logi Ólafsson á síðari tíma sínum í Vikunni. Hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992 og svo aftur frá 2017 til 2018. mynd/víkingur Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira