Örplast og oxíð í Raman-smásjá Gissur Örlygsson skrifar 4. maí 2020 08:00 Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar