Herra Njarðvík og Herra Keflavík urðu Íslandsmeistarar saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason hafa unnið marga titla, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Samsett/Vísir Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson. Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson.
Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira