Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 15:55 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér sitja í efrideildarsal þingsins. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést í gættinni sem leiðir inn í þingsal. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma. Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira