Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 23:30 Frá Missouri í Bandaríkjunum þar sem tveggja metra reglan er virt. (AP/Charlie Riedel) Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02