Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður og það kemur líklega fáum á óvart að hann hafi einnig verið öflugur inn á fótboltavellinum. EPA/PACO PUENTES Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira