35% samdráttur í umferð á Hringvegi í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. maí 2020 07:00 Umferðin um Hringveg hefur snarminnkað í kjölfar COVID-19. Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent