Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:17 Um tíu manns leituðu á bráðamóttöku í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Vísir/Vilhelm Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“ Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira