Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 18:04 Þjófurinn greip til myndarlegrar gangstéttahellu í von um að brjóta rúðuglerið hjá Gilbert úrsmið. Það gekk ekki betur en svo að sprungur mynduðust í glerinu. Vísir/Tumi Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20
Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24