Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira