Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 15:50 Auðæfi Jack Ma hafa skroppið verulega saman á undanförnum mánuðum en hann hefur ekki sést opinberlega frá því í lok október. AP/Firdia Lisnawati Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur. Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group. Kína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group.
Kína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira