Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2021 16:52 Einn af hverjum fimm á grunnskólaaldri drekka súra og sykraða gosdrykki daglega. Verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir það meðal annars lið í því að Íslendingar eru feitastir Evrópuþjóða. vísir/vilhelm Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“ Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“
Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent