Heimsmeistarinn segir að fjölskyldan hafi þjáðst vegna hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 10:01 Gerwyn Price smellir kossi á Sid Waddell bikarinn eftir sigurinn á Gary Anderson í úrslitaleik HM í pílukasti. getty/Luke Walker Gerwyn Price segir að fjölskylda sín hafi glaðst og þjáðst með sér á leið sinni að fyrsta heimsmeistaratitlinum í pílukasti. Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna. Pílukast Wales Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna.
Pílukast Wales Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti