Rannsaka „óábyrga“ auglýsingaherferð Ryanair Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 21:59 Flugfélagið er farið að auglýsa flug fyrir sumarið. Joris Verwijst/Getty Auglýsingamálastofnun Bretlands hafa borist kvartanir vegna auglýsinga flugfélagsins Ryanair, þar sem fólk er hvatt til ferðalaga í ljósi bólusetninga þar í landi. Flestir þeir sem kvarta telja auglýsingarnar villandi og „óábyrgar“ og að þær geri lítið úr áhrifum faraldursins. Stofnunin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn. Á vefsíðu flugfélagsins má sjá mynd af sprautu og bóluefnaflösku og á meðal slagorða voru „Bókaðu sumar“, „Bóluefnin eru að koma“ og það síðasta, sem mætti þýða á íslensku sem: „Stunga og stokkið af stað“ (e. Jab & go). Auglýsing Ryanair hefur farið misvel í fólk.Ryanair Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn, en á sama tíma hefur smitum farið fjölgandi og tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Þá hefur nýtt afbrigði kórónuveirunnar einnig gert illt verra, en það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Kvartanirnar telja hátt í tvö þúsund og hefur formleg rannsókn verið hafin samkvæmt CNN. Talsmaður stofnunarinnar segir að mörgum hafi þótt auglýsingaherferðin gefa til kynna að faraldrinum yrði lokið í vor og ferðatakmörkunum aflétt sömuleiðis, á sama tíma og staðan væri grafalvarleg í Bretlandi. Fréttir af flugi Bólusetningar Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á vefsíðu flugfélagsins má sjá mynd af sprautu og bóluefnaflösku og á meðal slagorða voru „Bókaðu sumar“, „Bóluefnin eru að koma“ og það síðasta, sem mætti þýða á íslensku sem: „Stunga og stokkið af stað“ (e. Jab & go). Auglýsing Ryanair hefur farið misvel í fólk.Ryanair Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn, en á sama tíma hefur smitum farið fjölgandi og tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Þá hefur nýtt afbrigði kórónuveirunnar einnig gert illt verra, en það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Kvartanirnar telja hátt í tvö þúsund og hefur formleg rannsókn verið hafin samkvæmt CNN. Talsmaður stofnunarinnar segir að mörgum hafi þótt auglýsingaherferðin gefa til kynna að faraldrinum yrði lokið í vor og ferðatakmörkunum aflétt sömuleiðis, á sama tíma og staðan væri grafalvarleg í Bretlandi.
Fréttir af flugi Bólusetningar Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27