Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hjólhýsið mannlaust. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu en málið verður rannsakað.
Samkvæmt heimildum Vísis var eigandi hjólhýsisins staddur úti á landi þegar eldurinn kom upp.
Að öðru leyti var mjög mikið að gera hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn. Sjúkrabílar fóru alls í 146 útköll og voru þrjátíu þeirra svokallaðir forgangsflutningar. Einnig voru fimmtán verkefni tengd Covid-19 og þá fóru dælubílar í þrjú verkefni.