Valdataka í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir skrifar 7. janúar 2021 14:00 Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar