Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:41 Keppni í körfubolta hér á landi hefur legið niðri síðan snemma í október, líkt og í öðrum greinum, ef undan eru skildir alþjóðlegir leikir. vísir/vilhelm Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira