Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 14:48 Verslunarmenn fögnuðu því þegar fjöldatakmörk í verslunum voru rýmkuð í desember. Fyrirhugaðar breytingar verða til þess að sumar verslanir geti tekið á móti færra fólki en áður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01