Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 14:48 Verslunarmenn fögnuðu því þegar fjöldatakmörk í verslunum voru rýmkuð í desember. Fyrirhugaðar breytingar verða til þess að sumar verslanir geti tekið á móti færra fólki en áður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01