Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 15:54 Örvar Steingrímsson ofurhlaupari, fyrir miðju, er meðal þeirra sem náði ekki að skrá sig í hlaupið. Laugavegur - Ultra marathon Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira