Kyndlar næstu kynslóðar Jón Þór Ólafsson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun