Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:25 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður aðeins aðgengilegur áskrifendum frá og með 18. janúar. Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira