Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. janúar 2021 20:00 Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin. Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni. Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00